|
|
Margt hugar þíns fóstur svo firna ljótt |
|
þú felur, því illu skal leyna. |
|
En mundu að lífið er létta sótt. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Þó fátt eitt þú megnir og flest sé tál |
|
og frækorn þín hrjóti um steina, |
|
þá mundu að lífið er leyndarmál. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Ef tregarðu‘ að kristur þitt traust og hald |
|
í tötrum var þræddur á fleina. |
|
Þá mundu að lífið er lausnargjald. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Þó besefinn virðist þér brunnið gjall |
|
sem brotnar er neglirðu hreina. |
|
Þá manstu að lífið er lykkjufall. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Ef bagar þig hugsun um börn og þras, |
|
og botna sem hönd þín má skeina. |
|
Þá mundu að lífið er lambagras. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Ef hjúskapinn eitrar þinn hrái stíll |
|
við að hnýta‘ uppí bandvana sveina. |
|
Þá manstu að lífið er leigubíll. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
Ef sundlar þig illa þá sýra og bús |
|
í sjöunda himin þér beina. |
|
Þá mundu að lífið er lyftuhús. |
|
|
- lengi skal manninn reyna. |
|
|
|
|