Guðjón lifir enn í okkar vonum |
|
enginn getur flúið skugga hans |
|
þér er sæmst að halla þér að honum |
|
hann er gróin sál þíns föðurlands |
|
|
|
þig stoðar lítt með gulli og glysi að skarta |
|
|
þú ert sjálfur Guðjón innst í hjarta. |
|
|
Ungan léstu sverta þig og svíkja |
|
þú sást ei þá hve margt er blekking tál |
|
á fúnu hripi rak þig milli ríkja |
|
hver rakki fékk að snuðr’í þinni sál |
|
|
|
drjúptu höfði því að það er meinið |
|
|
þú ert sjálfur Guðjón innvið beinið. |
|
|
Þannig varstu hrakinn land úr landi |
|
lítilsigldur fóli aumur smár |
|
en nú er burtu villa þín vandi |
|
þú viknar hrærður fellir gleðitár |
|
|
|
þótt illur sért er síst of seint þig iðri |
|
|
þú ert sjálfur Guðjón undir niðri. |
|
|
Brátt mun skína í guðjón gegnum tárin |
|
gróður lífsins vex úr þeirri mold |
|
einhverntíma seinna gróa sárin |
|
er svik við guðjón brenndu íslenskt hold |
|
|
|
senn mun koma sá er hlýtur völdin |
|
|
þú ert sjálfur Guðjón bakvið tjöldin. |
|