Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Góða nótt



Með blik í auga, bros á vör,
þú birtist mér á gönguför.
Af kæti þá minn hugur hló
í hljóðri aftanró.
En báran lék við sjávarsand
og sólin kvaddi vog og land.
Í brjóstum hjörtun bærðust ótt
og bráum komin nótt.
Mildur var hinn blíði blær,
bjarma sendi máninn skær.
Hann sínu töfrabrosi brá
um byggð og dali þá.
Þá tókumst við í hendur hljótt
hægt við sögðum góða nótt.
Síðan æ í muna mér
sú minning fögur er.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message