Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Jól

Song composer: Jórunn Viðar
Lyrics author: Stefán frá Hvítadal


Þau lýsa fegurst er lækkar sól
í bláma heiði, mín bernskujól.
Er hneig að jólum mitt hjarta brann
dásemd nýrri hver dagur rann. 
Það lækkaði stöðugt á lofti sól
þau brostu í nálægð, mín bernskujól
og sífellt styttist við sérhvern dag
og húsið fylltist af helgibrag.
Ó, blessuð jólin er barn ég var
ó, mörg er gleðin að minnast þar
í gullnum ljóma hver gjöf mér skín.
En kærust voru mér kertin mín.
Ó. láttu, Kristur þau laun sín fá
er ljós þín kveiktu er lýstu þá.
L ýstu þeim héðan er lokast brá,
heilaga guðsmóðir, himnum frá.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message