Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Lofsöngur

Lyrics author: Matthías Jochumsson


Ó, guð vors lands. Ó, lands vors guð,
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Ó, guð vors land, ó, lands vors guð,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá;
ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut,
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár,
voru morgunsins húmköldu hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
Ó, guð vors lands, ó, lands vors guð,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá;
ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut,
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf.
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár,
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message