Þorskurinn, Ingólfur, Grettir og Glámur, |
|
Gullfoss og Þingvellir, hundurinn Sámur, |
|
Eyvindur, Halla og Laxness og landinn, |
|
lúsin og Fjallkonan, efnahagsvandinn, |
|
|
Geysir og sápan, Gunnar og Mjölnir, |
|
glíman og paparnir, Jónas og Fjölnir, |
|
Vigdís og Erró og þreyjandi þorri, |
|
Þórður og Sverrir og víðlesinn Snorri, |
|
|
hvalveiðar, lýsið og heimskan og álið, |
|
handritin, vísan og ylhýra málið, |
|
gaddfreðnir jöklar og bugður og bungur, |
|
bönnin og Hekla og eldanna tungur, |
|
andrúmsloft, norðurljós, ærin og vatnið. |
|
Það er' ekkert orð sem rímar við vatnið. |
|