Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Lórelei



Í kvöld ein sorgarsaga
sækir að huga mér,
sem langt utan úrlöndum 
fyrir löngu komin er.
Á rínarfljóti réri
röskur ferjusveinn.
Þó komið væri að kvöldi
hann kveið ekki að ferðast einn. 
Á kletti sat fögur kona
og kvað þar ástarljóð.
Með tónum þeim ungan farmann,
töfraði syngjandi fljóð.
Við kvöldroðans geisla hún greiddi
gullitað silkimjúkt hár.
Við sýn þá ástsjúkur gleymdi
sveinninn stjórn og ár.
Í dáleiðsluhrifning hann horfði
og hlustaði á syngjandi mey,
meðan bylgjur löðrandi léku
létt við reikandi fley.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message