Jól eru söngvar um jötunnar barn. |
|
Jól eru sól yfir vetrarins hjarn. |
|
Jól gera óvígan myrkursins mátt. |
|
Þá minningu besta þú átt. |
|
|
Jól eru gjafir og jólasveins grín. |
|
Jól eru æskunnar kertaljós þín. |
|
Órótt er beðið til aðfangadags |
|
og óskað að komi hann strax. |
|
|
Jól eru gjafir og gleðinnar stund |
|
græðandi sárin og örvandi lund. |
|
Hjörtunum færa þau heilagan frið |
|
og hamingju þá munum við. |
|
|
Jól eru himinsins ástgjöf hvert ár. |
|
Uppfylling vona og þverrandi tár. |
|
Jól eru ljósið, hin langþráða gjöf |
|
sem lýsir frá vöggu að gröf. |
|