Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Jól

Song composer: T. Hall


Jól eru söngvar um jötunnar barn.
Jól eru sól yfir vetrarins hjarn.
Jól gera óvígan myrkursins mátt.
Þá minningu besta þú átt.
Jól eru gjafir og jólasveins grín.
Jól eru æskunnar kertaljós þín.
Órótt er beðið til aðfangadags
og óskað að komi hann strax.
Jól eru gjafir og gleðinnar stund
græðandi sárin og örvandi lund.
Hjörtunum færa þau heilagan frið
og hamingju þá munum við.
Jól eru himinsins ástgjöf hvert ár.
Uppfylling vona og þverrandi tár.
Jól eru ljósið, hin langþráða gjöf
sem lýsir frá vöggu að gröf.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message