Jörð, þín glóa aldin græna, jörð, |
|
því geislar sólar halda stöðugt um þig vörð, |
|
þinn yljar kalda svörð og rætur. |
|
Kvöld, á himni birtast húmsins tjöld, |
|
þá hafa tungl og stjörnur tekið yfir völd, |
|
það bjarta vetrarkvöld og nætur. |
|
|
|
Svo þegar nóttin líður inn svo helgihljóð, |
|
|
við heitum ykkur því að vera ljúf og góð, |
|
|
því bak við himinsblæju leynast lævís ský |
|
|
og lítið barn sem grætur. |
|
|
Svo þegar máni sænum möttul gylltan ljær, |
|
|
þá marbúinn hann sínar perluskeljar þvær. |
|
|
En lítil hljóðlát bára kyssir klettaströnd, |
|
|
|
Við, sem þráum ástúð, fegurð, frið |
|
og fengum þetta stóra yndislega svið, |
|
sem býður okkur brauð og klæði. |
|
Jörð, hér forðum varst þú fersk og hrein, |
|
á fögrum sumardögum röðull við þér skein, |
|
þá ilmar gjarnan grein í skógi. |
|
|
|