Eitt sumarkvöld í Spánarferð |
|
langt fjarri allri túristamergð |
|
ég átti mína fyllstu óskastund. |
|
|
Ég sat aleinn með eðalvín |
|
er senjóríta sveif inn til mín. |
|
Hún minnti’ á Mónu Lísu – heit í lund. |
|
|
Hún sagðist heita Dolores; |
|
stórglæsileg og sæt – há til hnés |
|
og næturlangt við áttum ástarfund. |
|
|
Svo kom að því að ég fór heim. |
|
Þá kyssti’ hún mig með áfengum keim |
|
og hljóp svo burt og hvarf í mannfjöldann. |
|
|
Eiit sumarkvöld í Spánarför |
|
var nóttin dimm og ástin ör. |
|
Ég þekkti’ ei lengur mig sem sama mann. |
|
|