Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Kysstu kerlu að morgni



Fólk furðar sig stundum á
hvað lífið er ljúft mér hjá.
Því finnst að ég yngist upp
eða breytist ei neitt.
Ef spyr það, hvernig fari ég að,
með ánægju ég segi þeim það.
Og alltaf sama svarið ég gef
og brosi breitt.
            Þú skalt nú, - kyssa kerlu að morgni
            og láttu hana ekki gleyma kossum þeim.
            Kysstu kerlu að morgni
            og elskaðu' hana ákaft er þú kemur heim.
Um hamingjunnar leyndarmál,
menn hugsa oft af lífi og sál,
en sama hvað þeir reyna,
verða þeir engu nær.
Því peningarnir stoða' ekki neitt,
né jarðnesk gæði yfirleitt.
Hamingjan er þar, sem
elskast mannverur tvær.
            Því skaltu, - kyssa kerlu að morgni...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message