Það er Sólon sem sækir á sortans haf, |
|
milli stjarnanna stýrir og stingur þær af |
|
kynlegar konur með kamb' og klær |
|
elska hann allra, en enginn hann fær. |
|
|
Þær bíða og bíða, en brautin er stór. |
|
Í víkjandi Venus það var hann fór. |
|
Hann veit ekkert verra en vanans líf. |
|
Vill fara víða og vændum eiga vín og víf. |
|
|
|
Sólon, aleinn á flandri um himingeiminn |
|
|
Daðrari, dáður, dreyminn. |
|
|
Blaðrari, bráður, gleyminn. |
|
|
Flagari, fjáður, ófeiminn. Sólon. |
|
|
Hann heldur á holin og hættuleg skaut |
|
sem lokka og laða og lei'ann á braut. |
|
Upplagður alltaf í allskyns geim, |
|
á eilífum erli úr einum inní annan heim. |
|
|
|
|
Sólon, hann eina á hverri höfn. |
|
Sólon, en aldrei man hann nöfn. |
|