Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Hrekkjalómabragur

Song composer: Írskt þjóðlag
Lyrics author: Guðjón Weihe


Þeir gáfu vini sínum svín 
svona hrekkjalómagrín
og þeim fannst sami svipur þá 
svíni' og vini á.
            Nú óma látum ljóð og lag,
            því enn er nótt og langt í dag
            og syngjum háð um hrekkjusvín
            og hendum að þeim grín.
Þeir hafa kvalið margan mann 
og mulið undir almúgann,
en gjarnan á það minna má 
að margt ég veit um þá.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Einn feitur loðinn kjammi lék, 
lord og rak hér diskótek
og öll við þekkjum sögu þá 
því má ei segja frá.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Við þekkjum allir verkin þín, 
þúsund mynda hrekkjusvín
sem gegnum linsu leikur við 
ljúfa kvenfólkið.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Þú hefur farið vara villt 
og víða ungum meyjum spillt.
Þú myndar svona leynt og ljóst 
læri þeirra' og brjóst.
            Nú óma látum ljóð og lag...
 
Einn morgunsvæfur fyrðar fleinn 
er ferðamála hrekkjusveinn
sem öllum býður glaðvært glott 
sem geymir háð og spott.
            Nú óma látum ljóð og lag...
En foringinn er forhertur, 
á fimmtugsaldri sköllóttur
og víst hans æfi' er undirlögð 
við allskyns hrekkjabrögð.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Í Reykjavík í hrekkjaham, 
hrella vildu Brynku Scram
og færðu henni fyndnir nokk 
í fangið drullusokk.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Sagt var fyrr og sagt er enn, 
að sínum gjörðum líkist menn
á hrekkjalóma svínum sést, 
sönnun þessi best.
            Nú óma látum ljóð og lag...
Aulafyndnin illsku stráð, 
aldrei mun hér finna náð,
eyjamanna hljóta háð 
hrekkjalómaráð.
            Nú óma látum ljóð og lag...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message