Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Gamalt fólk

Lyrics author: Árni Ibsen


Gamalt fólk
er eins og afskorin blóm
og geymt á hælum
við vitjum þess
annað veifið
eins og að skipta um vatn
við flytjum það heim
á hátíðum
tyllidögum
stillum því upp
í stáss-
stofunni
vonum
að það endist
eitthvað . . .
en umfram þetta
langt umfram þetta
telst okkur til tekna
að sjaldan
verðum við í raun
óánægðari
en þegar það tekur
að hneigja krónuna
fella blöðin
á dúkað borðið
löngu áður
en tímabært er



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message