Ég sá hann í dag og ég sá hann í gær, |
|
hann söng er hann hélt frá landi. |
|
Og við honum brosti hinn víðfeðmi sær |
|
er vindurinn seglin þandi. |
|
|
|
Hæ, hæ, hó, hó, allt er í ani |
|
|
Hæ, hæ, hó, hó, allir á spani. |
|
|
Þeir síldina veiða og sigla svo inn, |
|
|
hún skal söltuð uppi á plani. |
|
|
Þeir slógu upp balli á bryggjunni eitt sinn |
|
meðan báturinn lá í aðgerð. |
|
Og Nikulás kokkur og nótabassinn |
|
þöndu nikkuna með sinni aðferð. |
|
|
|
Hæ, hæ, hó hó, allt var í ani |
|
|
Hæ, hæ, hó, hó, allir á spani. |
|
|
Við söltum á daginn en syngjum í kvöld |
|
|
og svífum í dans á plani. |
|
|
Svo sigldi hann bátnum víst suður um land |
|
í Sandgerði og Vestmannaeyjar. |
|
Og haustbáran fellur við fjörunnar sand |
|
meðan faðmar hann sunnlenskar meyjar. |
|
|
|
Æ, æ, ó, ó allt er í ani. |
|
|
Æ, æ, ó, ó, enginn á spani. |
|
|
Og nú reikar einmana og eirðarlaus sál |
|
|
í örvinglan niðri á plani. |
|