Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Gamla myllan



Hér sérðu myllu
við myllulækinn
og mynd af poka
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Og hér er músin, 
sem mjöli rændi
 í mylluhúsinu 
við myllulækinn
Sjá vondu kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Og einnig hundinn,
sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu 
við myllulækinn.
Hér er stóra kýrin,
sem stangaði hundinn,
sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Og hér er ungfrú 
með augu blá,
sem mjólkar kúna,
sem minnst var á,
sem stangaði hundinn,
sem hrelldi kisu, 
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Hér sérðu drenginn
frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú
með augu blá,
sem mjólkar kúna,
sem minnst var á,
sem stangaði hundinn,
sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Hér sérðu prestinn,
sem píslir þjá,
sem vígði drenginn
frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú
með augu blá,
sem mjólkar kúna,
sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, 
sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.
Hér sérðu hanakarl
Hoppátá,
sem vakti prestinn,
sem píslir þjá,
sem vígði drenginn
frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú
með augu blá,
sem mjólkar kúna,
sem minnst var á,
sem stangaði hundinn,
sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu,
sem mjöli rændi
í mylluhúsinu
við myllulækinn.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message