Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Góða nótt

Song composer: Egill Ólafsson


Ég átti svo sem von á að 
það kæmi að því þú spyrðir um hann 
föður þinn
en hann gat bara aldrei orðið
hluti af okkur elsku hjartans Kári Már minn.
Því ég hef reynt að vera bæði 
karl og kerling hér á þessu heimili
fyrirvinna, uppalandi,
matsveinn, þjónn og hjúkka
og þinn stuðningsaðili.
            Svo hættu að hugsa um pabba þinn
            það hjálpar ekki neitt
            þótt eflaust sé hann skásta skinn
            það skiptir engu, kemur út á eitt
            svo legðu aftur augun þín
            sanni góði drengurinn.
Englar sitja saman yfir
Sæng í hring hjá þeim sem engan pabba á
og reynast jafnvel betur en sú
föðurmynd sem ekki elskar 
börnin sín smá.
Ég hef reynt að kenna og boða
mikilvægi þess að sýna drenglyndi;
að forðast beri vígahug
og valdapot í karlaheimsins kviksyndi.
            Svo hættu að hugsa um pabba þinn… o.s.frv. 



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message