Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Get ekki hætt að dansa

Song composer: Tvíhöfði
Lyrics author: Tvíhöfði


Komdu með mér að dansa
komdu með mér að dansa í nótt
Látum rythmann grípa líkama okkar
og færa okkur út á gólfið
Í samkvæmisdans
Í rokkdansi
Í þjóðlagadans
Í trylltum fannsi
komdu með mér út á gólfið
Haltu í hönd mína vinan
Stígum tígulleg sporin
Í dansi fram á nótt
Nei, ég vil ekki hætta
Ég vil ekki hætta að dansa
Mér er alveg sama þó það sé búið að loka
Ég vil bara halda áfram að dansa
Látið mig í friði ég er dansari
Dansa í gegnum lífið
slepptu mér, mér er alveg sama
ég get ekki hætt að dansa
Ef þú hringir í lögreglu
lögreglan kemur hingað
mun ég játast þeim dansandi fótum
og fylgja þeim í fangelsi í
Færðu mig í hlekki
Færðu mig í fangageymslur
haltu mér föngum í hlekkjum
En ég mun alltaf halda áfram að dansa
Ég mun dansa í haldi lögreglunar
Ég mun dansa allt mitt líf.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message