Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Hún er stúlkan mín



Æ, sjáið þessa yfirmáta yndirsfríðu snót – það er stúlkan mín.
Sem ilmar eins og nýuppslitin ætihvannarrót – það er stúlkan mín.
Já, rassgatið í upphlutnum með uppáhellinginn – það er stúlkan mín.
Með undirhökur, spékoppa og túmatrjóða kinn – það er stúlkan mín.
En hún á mann, já hún á mann
Já, hún á afskaplega huggulegan mann.
Hún á mann og elskar hann,
Því ætla ég að drekka mig fullann og lemja lúsablésann þann
Sjáið hana raða í sig rjómapönnsunum – það er stúlkan mín.
Með rabarbarasultutau í litlu tönnsunum – það er stúlkan mín.
Sjáið hana tipla um svo töfrandi að sjá – það er stúlkan mín.
Og tígulegur afturendinn vaggar til og frá – það er stúlkan mín.
En hún á mann, já hún á mann
Já, hún á afskaplega skemmtilegan mann.
Hún á mann og elskar hann.
Því ætla ég að drekka mig fullann, fara svo til hans með stólfót að vopni
Kráa hann af og enda svo á því að lemja lúsablésann þan
Sjáið hana hrína eins og stungið alisvín – það er stúlkan mín.
Stumra yfir ræflinum svo þokkafull og fín – það er stúlkan mín.
Já, sjáið hana siga pólitíinu á mig – það er stúlkan mín.
Og segja mér að drullast til að hætta að bögga sig – það er stúlkan mín.
En hún á mann, já hún á mann
Já, hún á ofboðslega huggulegan mann.
Hún á mann og hann henni ann,
Því ætla ég sitja af mér dóminn, fara svo heim og massa mig upp
Drekka mig fullan og fara niður í bæ, finna þar fíflið, öskra aðeins á hann
Hlæja eins og bjáni og ganga svo í það að lemja lúsablésann þann



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message