Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Gleðilegt sumar



(Lag: living on a prayer)
sumarið er komið á ný
úrkoma í grennd
og skyggni er nánast ekkert - alls ekkert
þjóðin kaupir blöðrur og ís
frostbitin börn
og skátar á hverju strái - helbláir
nú setjum við upp húfu og vettlinga
og fjölmennum með nefrennsli í skrúðgönguna
þó hvorki bóli
- á sumri né á sól
- þá fögnum við samt
í skítakulda á sumardaginn fyrsta
norðanátt - og grenjandi rigning
á sumardaginn fyrsta
ef það kemur örlítil sól
þá æðum við út - á sandölum 
og stuttum pilsum - með öllu
hímum svo í kös niðrí bæ
með gaddfreðin glott - út að eyrum
gleðilegt sumar - aular
við hlýðum dofin á ræðurnar
og lúðrasveitin frosin föst við básúnurnar
þó hvorki bóli 
- á sumri né á sól 
- þá fögnum við samt
í skítakulda á sumardaginn fyrsta
norðanátt - og grenjandi rigning
á sumardaginn fyrsta
gleðilegt sumar - hlaupið í skjól
því lóan er flúin til Costa del sol
í skítakulda á sumardaginn fyrsta
norðanátt - og grenjandi rigning
á sumardaginn fyrsta



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message