Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Morgunsöngur Svantes

Lyrics author: Benny Andersen


Laugast af geislum grund
glóandi morgunstund.
Nína, hún brá sér í bað.
Ég brytja ost í spað.
Tilveran líkar mér ljómandi vel
og svo læt ég í kaffivél.
Berin í berjamó,
bograr þar könguló.
Lóurnar fljúga á fart
ef fara þær nógu hart.
Hamingjan líkar mér ljómandi vel
og svo læt ég í kaffivél.
Grasið er grænt og vott.
Gerlarnir lifa flott.
Loftið til lungnanna fer,
lyktin í nefið sker.
Gleðin mér líkar svo ljómandi vel
og svo læt ég í kaffivél.
Söng inn úr baði ber.
Blessunin skemmtir sér.
Himinn er bjartur og blár
sem blálituð augnahár.
Hamingjan líkar mér ljómandi vel
og svo læt ég í kaffivél.
Nú kemur Nína inn,
nakin með bossann sinn.
Kyssir á kinn mér og fer
að krulla hárið á sér.
Tilveran líkar mér ljómandi vel
og svo læt ég í kaffivél.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message