Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Land veit ég

Lyrics author: Sigurð Þórarinsson


Land veit ég langt og mjótt,
lifir þar kynleg drótt,
er nefnist Ítalir, 
eru þeir kvensamir. 
Ásfangnir einskis svíf- 
ast þeir og beita hníf. 
Þannig er ástin ó, 
á Ítalíanó. 
Tveir ef að svanna sjá,
sem báðum líst vel á,
óðar hefst æsingur 
upp dregnar pístólur.
Lét margur lassarón
líf fyrir stelpuflón. 
Þannig er ástin ó,
á Ítalíanó. 
Ástfangin hönd í hönd
hímandi á sjávarströnd,
mæna á mánans ljós,
mannkerti og svarteyg drós.
Gutlandi á gítara,
grátklökka slagara,
svipt allri sæluró,
sorgmædd, en hástemmd þó.
Síðan þau sonnettó
syngja í falssettó. 
Þannig er ástin ó, 
á Ítalíanó.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message