Siggi var smeykur er sótti hann kýrnar, |
|
suður hjá tungu þær voru á beit. |
|
Svitnaði´ af ótta um ennið og brýrnar, |
|
er ólukku bolann í Tungu hann leit. |
|
|
|
:,: Bö, bö, bö, segir bolinn í Tungu :,: |
|
|
Að mæta því óféti´ er ei fyrir gungu, |
|
|
aumingja Siggi fór grátandi heim. |
|
|
Pabbi hann sendi hann Sigga´ út að Bakka, |
|
Siggi svo glaður í hjartanu varð. |
|
Heim undir túnið er var hann að vakka, |
|
Vaskur kom hlaupandi út fyrir garð. |
|
|
|
:,: Voff, voff, voff, segir Vaskur á Bakka :,: |
|
|
Honum er illa við ókunna krakka, |
|
|
en aumingja Siggi fór grátandi heim. |
|
|
Dag einn var Siggi að dunda við ána, |
|
dálítinn tíma í næði og ró. |
|
Með ofsa og bræði í koll þessum kjána, |
|
krían úr hólmanum vængjunum sló. |
|
|
|
:,: Krí, krí, krí, segir krían við ána :,: |
|
|
Siggi af ótta var allur að blána |
|
|
og aumingja snáðinn fór grátandi heim. |
|
|
Loks komst hann Siggi í kynni við krumma, |
|
kjáninn upp gilið að hreiðrinu smaug. |
|
Á koll hans féll glóðvolg og leiðinleg lumma, |
|
um leið og hann krummi af hreiðrinu flaug. |
|
|
|
:,: Krunk, krunk, krá, segir krumminn við gilið :,: |
|
|
Honum fannst eflaust hann ætti það skilið, |
|
|
en aumingja Siggi fór grátandi heim. |
|