|
|
|
Ég var á ferð og flugi ástin mín, |
|
og alltof sjaldan fékk ég notið þín. |
|
Þvílíkar tarnir enn ég ekki skil, |
|
því miklu minna hefði dugað til. |
|
|
|
|
Og vorið leið og við tók sumarið |
|
við áttum samleið, gengum hlið við hlið. |
|
Lifðum marga gleð’ og gæfu stund, |
|
við örlög grá, við áttum seinna fund. |
|
|
|
|
Lífið er vatn sem vætlar undir brú, |
|
og enginn veit hvert liggur leiðin sú. |
|
En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, |
|
aftur hittumst við í blómabrekkunni . |
|
|
|
|
Og þó nú skilji leiðir að um sinn, |
|
þér alltaf fylgir vinahugur minn. |
|
Ég þakka fyrir hverja unaðs stund, |
|
við munum aftur eiga endur fund. |
|
|
|
Alltaf fjölgar himnakórnum í, |
|
og vinir hverfa, koma mun að því. |
|
En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, |
|
aftur hittumst við í blómabrekkunni |
|
En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, |
|
aftur hittumst við í blómabrekkunni |
|
|
|