Hún bar þig heiminn og hjúfraði að sér. |
|
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. |
|
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. |
|
Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf. |
|
|
Með landnemum sigld ún um svarrandi haf. |
|
Hún sefaði harma, hún vakt´er hún svaf. |
|
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð. |
|
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. |
|
Hún hjúkrað´ og stritaði gleðisnauð ár |
|
Hún enn í dag fórna sér endalaust má. |
|
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. |
|
|
|
Ó, hún er brúður sem skín |
|
|
|
|
|
Ó, hún er ást, hrein og tær |
|
|
|
|
Og loks þegar móðirin lögð er í mold |
|
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. |
|
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf. |
|
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. |
|
|
En sólin hún hnígur og sólin hún rís. |
|
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, |
|
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. |
|
Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, |
|
sem ann þér og helgar sitt líf. |
|