|
|
Hvernig er að vakna, sjá skugga líða á brott? |
|
Það er einhver á bak við dyrnar, þú finnur að á þig er horft. |
|
Draumarnir eru flúnir, úr hvítu skálinni. |
|
Hvenig er að vakna upp með fingraför á sálinni? |
|
|
Úti hamast vindurinn, þú kúrir þig undir sæng. |
|
Á glugganum hamast stúlkan þín eins og hrafn með brotin væng. |
|
Þú þorir ekki að opna, í augunum sérðu blóð. |
|
Fyrir utan heyrirðu fæturna traðka paranoiunni slóð. |
|
|
Angurværir tónar nálgast ofur hægt. |
|
Barnið í hjarta þínu, löngu orðið hrætt. |
|
Búkar með engin andlit, stjórnlaust líða um, |
|
ó, ef þú aðeins aftur gætir náð ljúfu draumunum. |
|
|
Þú manst eftir konunni á horninu sem seldi mönnum tár, |
|
mönnum sem voru dofnir, höfðu ekki grátið öll sín ár. |
|
Hún er hætt að koma, þurr augun laugar ei meir, |
|
uppsprettan er þurausin en það vita ekki þeir. |
|
|
Hvernig er að vakna, sjá skugga líða á brott? |
|
Sugga sem ekkert eftir skilja, samt krefjast að á þá sé horft. |
|
Draumarnir eru flúnir úr hvítu skálinni. |
|
Ó, segðu mér hvernig er að vakna upp með fingraför á sálinni. |
|