|
|
Blærinn í laufi, hvíslandi hljótt |
|
hörpuna stillir um vorljósa nótt. |
|
Niðar við strönd af haföldu hreim, |
|
hlæjandi stjörnuskrúð sindrar um geim. |
|
|
|
Þrösturinn kvakar kvöldljóðin sín, |
|
|
kliðurinn berst inn um gluggann til mín. |
|
|
Fögur er nóttin, hljóðlát og hlý |
|
|
heilög er stund, er við mætumst á ný. |
|
|
Heilög er stund, er við mætumst á ný. |
|
|
Dís minna vona, yndið mitt allt! |
|
Án þín er vorskrúðið litlaust og kalt, |
|
öll þessi fegurð, ll þessi dýrð, |
|
eyðist og gleymist, ef burtuþú flýrð. |
|
|
|
Vina mín, drottning ljóðs míns og lags! |
|
|
Löng er ei stundin til komandi dags, |
|
|
fund okkar aðeins vornóttin veit |
|
|
vittu nú ljúfa, hve ást mín er heit! |
|
|
Vittu nú ljúfa, hve ást mín er heit! |
|