Ég fargaði hryssu á hausti sem leið, |
|
hún var hnarreist og gljáandi skjótt. |
|
Ég hafði átt fjölmarga ferlega reið, |
|
á þeim farkosti er dimmdi af nótt. |
|
|
|
Ég vissi engan betri né blíðari vin |
|
|
eða brjóst með svo óskeikult þor. |
|
|
Ég elskaði Skjónu og allt hennar kyn, |
|
|
sem í afdölum fellur úr hor. |
|
|
Svo hélt ég til Víkur í Háskólann minn, |
|
þar sem hámenning þjóðanna sat |
|
og klöngraðist hingað í kjallarann inn, |
|
fékk mér kaffi og pantaði mat. |
|
|
|
Hann kom - en ég þagði og átti’ ekki orð, |
|
|
þegar ungfrúin rétti mér krás |
|
|
því þar var hún Skjóna mín borin á borð. |
|
|
Ýmist buff eða steik eða glás. |
|
|
Ég hakkaði, Skjóna mín, hjartað úr þér, |
|
eins og heiðingi í afguðatrú. |
|
Ég keyrði þig forðum í klofinu á mér. |
|
í kjaftinum bryð ég þig nú. |
|
|
|
Með kartöflum át ég þann einasta vin, |
|
|
sem aldregi brást mér í neyð, |
|
|
og lét oní magann í gegnum mitt gin |
|
|
það góðhross sem forðum ég reið. |
|
|
Þá fannst mér sem heyrði ég hneggið í þér |
|
og horfði á þinn liðuga fót. |
|
Og hlustaði’ á vesalings magann í mér, |
|
sem möglaði og streittist í mót. |
|
|
|
Þú titraðir ögn milli tannanna í mér, |
|
|
ég tuggði þig, Skjóna mín góð. |
|
|
Svo fann ég í maganum frýsið í þér |
|
|
og fjörkippi og náttúruhljóð. |
|
|
Og næst ét ég Léttfeta, Gretti og Glám |
|
og Gulltoppi sting ég í munn. |
|
Og Borgfjörð og Skagfjörð og Blesa og Gám, |
|
þá er bikarinn drukkinn í grunn. |
|
|
|
Nú get ég ei elskað það graðhestakyn, |
|
|
sem gerir mér borðhaldið kross. |
|
|
Ég stanga úr tönnunum sin eftir sin: |
|
|
Það er saurlíf að matreiða hross. |
|