Fann ég á fjalli fallega steina, |
|
faldi þá alla, vildi þeim leyna. |
|
Huldi þar í hellisskúta heillasteina |
|
alla mína unaðslegu óskasteina. |
|
|
Langt er nú síðan leit ég þá steina |
|
lengur ei man ég óskina neina |
|
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga |
|
ekki frá því skýrir þessi litla saga. |
|
|
Gersemar mínar græt ég ei lengur |
|
geti þær fundið telpa eða drengur. |
|
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu |
|
gullna roðasteina rennda fjólubláu. |
|
|