Stúlkan mín á heima vestur í Högum. |
|
Hún er í búð við Laugaveg. |
|
Miðdepill í ótal ástarsögum. |
|
Enginn veit það betur' en ég. |
|
Babydoll hún selur og nælonsokka |
|
og sjálf um nætur klæðist því. |
|
Í rauðu hári hefur hún hvíta lokka. |
|
|
|
Mig dreymir hennar fríða yndisþokka |
|
|
Hún er óræð eins og myndirnar á Mokka |
|
svo maður verður gáttaður. |
|
Með fagursveigða vör sem venusboga |
|
Og vöxtur svona la, la, la. |
|
Sem götuvitar grænu augun loga |
|
og göngulagið tja, tja, tja. |
|
|
Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist |
|
svo næstum sést þar allt í gegn. |
|
Til hennar hverja nóttu hugur læðist |
|
því einlífið er mér um megn. |
|
Með henni er ég alltaf einhvern veginn |
|
óstyrkur og skortir magn. |
|
Hana sæll ég leiði Laugaveginn |
|
við laumumst inn í Hagavagn. |
|
|
Ég stundum fæ að faðma hana á kveldin |
|
uns fer hún í sitt Babydoll. |
|
En samt til þess að sefa ástareldinn |
|
ég syng við hana' í dúr og moll. |
|
Og þótt mig stundum langi að vera lengur |
|
slíkt leyfist ekki' að tala um. |
|
Hún segir alltaf: „Ertu vitlaus drengur? |
|
Þú ert að missa' af vagninum.“ |
|
|
Með Hagavagni held ég burtu síðan, |
|
já held þá í mitt kalda ból. |
|
Mig dreymir hennar yndisþokka þíðan |
|
og þennan gegnumsæja kjól. |
|
En sú er von að seinna þetta breytist |
|
við Babydoll og brúðkaupskoss. |
|
Þá um nótt hjá henni að vera veitist |
|
og vagninn ekkert hrellir oss. |
|